Fréttir og tilkynningar

Fjörgyn tekur til starfa!!

28.08.2013

Þá er komið að nýju starfsári félagsmiðstöðvarinnar Fjörgyn!

Það verða smá breytingar á starfsmannaflotanum í vetur en Harpa og Hrafnhildur eru báðar hættar hjá okkur. Í staðin fáum við frábæra stelpu sem heitir Heiðdís Lóa. Við opnum svo fjörgyn í næstu viku, byrjum þriðjudaginn 3. september.

 

Þriðjudagurinn 3. september - 8. bekkingakvöld

Í kvöld verður opið hús fyrir alla í 8. bekk. Við viljum sjá ALLA 8. bekkinga mæta til að efla hópinn eftir sameininguna. Við ætlum að keyra starfið í gang með látum og fara m.a. í pool, borðtennis, pógó, Playstation, Wii og fara í íþróttasalinn. Húsið opnar kl. 19:30 og lokar 22:00.


Fimmtudagurinn 5. september - 9. - 10. bekkjakvöld 

9. og 10. bekkingar ættu að vera kunnugir um hvað er að gerast í Fjörgyn og við búumst við að troðfylla Fjörgyn þetta kvöld! Íþróttahúsið verður opið, FIFA í gangi, spjall, chill og Bjarki ætlar að bjóða upp á borðtenniskeppni. Hver sá sem vill skora á hann í borðtennis mætir á svæðið og sýnir honum í tvo heimana! Húsið opnar kl 19:30 og lokar 22:00

Föstudagurinn 6. september - Lokað
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit